Aðvörun - ákall til bæna

Aðvörun
Ákall til bæna!

Þriðjudagur 20 september 2011 kl. 3.45.
Ég vaknaði og fann mig knúinn til þess að skrifa eftirfarandi línur niður og setja á netið.

7 september dreymdi mig eldgos við kirkjubæjaklaustur. Í draumnum sá ég mikinn bjarma þar yfir. Þetta voru tveir bjarmar sem voru svo nálægt hvor öðrum að þeir virtust sameinast í einn stóran bjarma. Þar sem ég stóð og horfði á eldgosið þá gaus Geysir mikið nær mér stórum vatnsstrók upp úr jörðinni og þar nálægt kom svo annar strókur svipað og kom úr Geysi nema að þetta var eldstrókur. Fannst þetta geta tengst draumi / vitjun sem mig dreymdi um þrjú eldgos þar sem gömul kirkja brann og á sama tíma var Guð að vekja fólk upp (þessi draumur minnti mig sterklega á þann draum, í þeim draum brann gömul svört timbur kirkja). sjá grein: http://video.123.is/blog/2010/10/28/531155/

FjallÞremur dögum síðar kemur Rósa Lind dóttir mín til mín, (hún er tíu ára gömul) og segir við mig pabbi mig dreymdi það að Katla væri að gjósa og við pökkuðum niður í töskur til að flytja til útlanda (ég hef beðið börnin mína að segja mér ef þau dreyma áhugaverða drauma).

Núna í fyrri nótt dreymdi mig það að ég var að vitna í fjölmiðlum um það að gangan með Guði væri ganga í gegnum hæðir og dali og í dölunum væru hindranir, erfiðleikar sem þyrfti að takast á við og komast i gegnum (jafnvel þótt ég fari í gegnum dimman dal þá ert þú með mér bað Davíð í sálmi 23) og væri það mun auðveldara er maður leitaði Guðs í orði og bæn. Er ég var að vitna um þetta þá endaði ég vitnisburðinn á því að segja síðastliðinn hálfan mánuð er ég einmitt búinn að vera að fara í gegnum svona dal hindranir og núna er mikil þörf á því að biðja kröftuglega í gegn þó svo að manni líði ekki þannig og um leið þá vaknaði ég og vissi að ég ætti að hvetja Kristið fólk til að biðja núna sem aldrei fyrri. Í stað þess að falla í freistni og láta það ganga yfir sem er að ganga yfir eins og ekkert sé að fara í herklæðin og biðja í gegn kröftuglega. Kom til mín ritningarvers; Hann býr mér borð frami fyrir fjendum mínum og guðsríkið er ofríki beitt.
Ég fann mjög sterkt að ég ætti að hvetja fólk opinberlega til þess að ákalla Jesú nafn og taka í bænastrenginn. Er ég bað vilt þú Drottinn að ég tali út hvatningu þessa eðlis þá fann ég milda nærveru Guðs koma yfir eins og hann segði já. Þú sem þekkir ekki kraft bænarinnar og Jesú nafns og þú sem þekkir en hefur orðið hálfvolgur ákallaðu nafn Drottins Jesú núna.
Guð hefur undanfarið verið að tala mjög skýrt til mín með njósnamennina sem voru sendir inn í  Kaananslans af Ísraelsmönnum til að kanna landið. Nær allir nema tveir menn sögðu landið er óvinnandi og gerðu lítið úr Guði og fyrirheitum hans. Tveir menn Jósúa og kaleb höfðu annan anda og töluðu líf í nafni Drottins Guðs. Vinir það er á tungunnar valdi að tala líf og dauða í þeim aðstæðum sem við erum í sem einstaklingar og þjóð og þar kemur játning orðs Guðs og bænin mjög sterkt inn.

Núna í nótt þá vaknaði ég við það að mig var að dreyma og í draumnum þá var ég að segja Carolyn konunni minni að hætta að gefa mér straum í eyrun með heyrnartól, þetta var svo raunverulegt að hún heyrði mig segja upp hátt;  Hættu og hún vaknaði af svefni er ég gaf henni olnbogaskot. Carolyn sagði mér að hún var að dreyma mikla jarðskjálfta einhverstaðar úti á landi er ég vakti hana með þessu olnbogaskoti og einnig að hún fór til fólks sem hún þekkir á Selfossi og þá voru þau með bænastund. Það kom til mín strax er hún sagði þetta að hún ætti að segja þeim að byrja með bæna hóp heima hjá sér. Þetta sem ég er að skrifa er einsdæmi, þetta gerist venjulega ekki hjá okkur Carolyn að við vöknum svona upp á nóttinni. Allt í einu vorum við bæði glað vakandi klukkan 3:45 að nóttu til og ég finn að Drottinn byrjar að tala sterkt til mín og ég sé svona eldrauða yfirskrift á því AÐVÖRUN (HÆTTA).

Það sem Drottinn talaði til mín er svo hljóðandi; Það er mikil hætta á eldgosi / náttúruhamförum, biðjið fyrir því að svo verði ekki. Ég fann svo sterkt fyrir því hvað vægi bænarinnar er mikið. Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem ég finn að Guð er að sýna mér sterklega að bænin getur haldið aftur af því hvað gerist í náttúrunni hvað þá andlegum öflum. Ég fann að ég ætti að skrifa þessar línur og setja þær á netið til að hvetja fólk til bæna (eiga samfélag við Jesú Krist). Biðja í gegn því að eldgos verði og biðja þess í stað að það verði andleg vakning á meðal okkar sem þjóðar. Við viljum svo oft vanmeta mátt bænarinnar því að hún er svo einföld, en bænin hreyfir við andlegum öflum og Guð starfar í gegnum bænir og hann hefur allan mátt að starfa með að halda aftur af náttúruöflunum er við biðjum (Jesús sagði; ef þessir myndu ekki hrópa munu steinarnir hrópa. Jesús hastaði líka á storminn. Það eru nokkrir aðrir staðir í ritningunni hvernig bæn getur  hreyft við öflum, Guði og sköpunarverkinu). Ég fékk ritningar vers í Jakopsbréfinu 5:17 þessu til staðfestingar: Elía var maður sama eðlis og vér, og hann bað þess heitt, að ekki skyldi rigna, og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði. 18Og hann bað aftur, og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt.

Vinir núna er tími til þess að VAKNA upp og ákalla Jesú nafn og BIÐJA HEITT.

Ég vaknaði klukkan 3:45 til að skrifa þetta og það kom til mín að það væri Jakopsbréfið 3, 4 og 5 kafli sem ég hvet ykkur til að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Landið hristist og fólk óttast gos úr Kötlu og svo gæti Hekla látið til sín taka og það er fjör í Krísuvík.

Megi almáttugur Guð varðveita okkur gegn eldgosum/náttúruhamförum.

Guð veri með þér.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.9.2011 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Þór Þórðarson

Jesús er upprisinn

Árni þór
Árni þór
Árni Þór Þórðarson 14.04.1963
sendu póst: arnith@isholf.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...lerlikeus-1
  • ...tton_iwowwe
  • Fjall
  • DVDcalvarytrust
  • calvarytrustchildren

.......................................................................

Spjallgluggi

Hérna getur þú spjallað við mig þegar ég er á netinu

Bækur

sem ég er að lesa

Mattheusarguðspjall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband