kraftaverk og lækningar

kraftaverk og lækningar enn að gerast í Jesú nafni...
set þetta á mína blogg síðu í framhaldi af innleggi mínu þessu varðandi annarstaðar á blogginu...

kraftaverkFór í trúboðsferð til Úganda í Afríku 2006, fyrstu nóttina kom Drottinn Jesús inn í herbergi til mín og sýndi mér í sýn konu í rauðri skyrtu lamaða á hendi sem hann vildi lækna.
Á samkomunni daginn eftir báðum við konu að koma fram sem væri lömuð í hendi, þessar 3 konur á myndinni komu fram, báðum við fyrir þeim og þær læknuðust allar í Jesú nafni.
Ég er í hvítu skyrtunni nær á myndinni.

Í ferðinni fórum við á 18 samkomur á 10 dögum og urðum við vitni af yfir 100 lækningum og kraftaverkum og margt annað yfirnáttúrulegt gerðist sem ekki er hægt að nefna hérna.
það sem blessaði mig þó mest var 9 ára strákur sem var heyrnarlaus og mállaus, hann fékk bæði heyrnina eftir fyrirbæn og málið, það fyrsta sem hann sagði var Jesús.
Ég get sagt frá mörgum svona atvikum, dýrð sé einum alvitrum Guði, hallelúja
Þetta er ekki bara að gerast í Afríku heldur einnig út um allan heim og á íslandi líka,

Guð vill og getur notað mig og þig, honum sé einum dýrð og heiður um alla eilífð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Vá, segi ég nú bara, veistu þú hefur verið óttrúlega blessaður að fá að upplifa svona, þetta fólk hefur eitthvað sem manni vantar sjálfum þrátt fyrir trú, "undirgefni í trú", ég er að berjast við að ná þessu markmiðið, en reynist erfit.  Guð veri með þér og þínum á árinu sem er að koma og alltaf.

Linda, 31.12.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Árni þór

Kærar þakkir Linda,

Já þetta er svakalega blessað, ég er að fara aðra ferð til Ruwanda og kongo 12 jan,
þetta hefur með það að gera að stíga út á vatnið í trú, uppfylla hið postullega fyrirheit að fara út um allan heim í Jesú nafni, maður þarf að byrja í Jerúsalem eða á sínu heimaslóðum, ef maður er trúr í því smáa þá er maður settur yfir meira. Þetta hefur ekkert með mann sjálfan að gera, flestir stíga ekki fram þar sem þeir halda að þeir þurfi einhverja sérstaka gjöf í þetta eða ekki en þetta hefur ekkert með það að gera. Maður þarf bara að hlíða Guði, stíga fram í því smáa, stíga út í heilagsanda ána og leifa henni að flæða í gegnum sig til annarra þá kemur þessi postulalega smurning yfir mann.

Þegar ég var ný frelsaður fyrir rúmum 20 árum síðan þá fékk ég spádómsorð um að ég ætti eftir að fara út til annarra landa í trúboð og jafnvel á slóðir þar sem annar hefði ekki komið áður, hef beðið eftir því allan þennan tíma en núna eru dyrnar opnar.

Guð er að gera sig dýrlegan í afríku, þúsundir lækninga og kraftaverka að gerast þar. það mun verða svo mikið að það mun spyrjast út um alla heimsbyggðina þar að Jesús er drottinn, Afríka á eftir að senda fullt að trúboðum til annarra þjóða næstu árin, þar á meðal til íslands og Evrópu þar sem er orðin meiri trúrækni en heilagsandaflæði.
Ísland á stórt lykil hlutverk að vera módel/ljós fyrir hinar þjóðirnar og munu margir trúboðar fara héðan einnig, spennandi að sjá hvernig Guð mun nota láta alla þessu spádóma rætast fyrir ísland en það mun komast í uppfyllingu frá og með þessum áramótum og gerast hratt.

Þú getur sent mér póst á arnith@isholf.is til að spjalla nánar

Guð blessi þig

Árni þór, 31.12.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú heldur að þetta hafi gerst, en þetta gerðist ekki.  Þú varst blekktur. 

Ég las athugasemd þar sem þú segir frá því að fótur þinn hafi verið lengdur á kraftaverkasamkomu.  Þetta er ein elsta brellan í bókinni.

Þegar þú ferð að sjá töframann á skemmtun, trúir þú því þá í alvörunni að hann sé að galdra?  Nei, þú veist að hann er að framkvæma brellur.

Þetta eru brellur. 

Hér eru þrjár greinar á Vantrú sem þessu tengjast á einhvern hátt:

Hugsaðu málið í örstutta stund.  Af hverju er gvuðinn þinn að framkvæma þessi "kraftaverk" esm þú hefur orðið vitni að - en gerir ekki neitt öðrum stundum.  Af hverju "læknar" hann fólk fyrir framan þig, en lyftir ekki litla putta þegar hrikalegir atburðir gerast?

Það er eitthvað öfugsnúið við þankagang þeirra sem trúa á almáttugan Gvuð sem hegðar sér með þessum hætti.

Gleðilegt nýtt ár. 

Matthías Ásgeirsson, 1.1.2008 kl. 05:03

4 Smámynd: Árni þór

Ég get ekki annað en brosað af þessari athugasemd þinni Matthías Ásgeirsson

En svona er innlegg mitt á síðu sigurðar er ég segi frá fyrstu lækningu sem ég varð vitni að persónulega í gegnum fyrirbæn:

Ég læknaðist sjálfur í baki 1985, annar fóturinn var styttri og gerði það að verkum að ég var mjög kvalinn.
það var beðið fyrir mér og allir sáu fótinn lengjast, ég fann teygjast á sinunum og verkurinn í bakinu fór alveg.
Hef þurft að vinna erfiðisvinnu allan tíman síðan og hef aldrei fundið til í bakinu eftir þetta.

Matthías þetta er eins og að segja mér að flugeldasýningin í gærkveldi hafi verið töfrar eða blekking.

Ég tek það hérna skýrt fram að ég er ekki að vitna í orð annarra eða reynslu, ég var viðstaddur sjálfur lækningarnar og ég get nefnt mörg önnur atvik í viðbót það sem ég hef beðið fyrir fólki í Jesú nafni og það hefur læknast.
Ég gæti einnig nefnt mörg önnur atvik þar sem slíkt hefur gerst hjá trúsystkinum mínum líka.

Matthías þú ert í rauninni að segja mig töframann sem framkvæmir blekkingar, ef  svo væri (segi EF að því að svo er ekki) afhverju tek ég þá ekki alla dýrðina til mín í stað þess að gefa Drottni Jesú Krist alla dýrðina.

Þó að ég eigi lifandi samfélag við Jesú Krist þá er ekki þar með sagt að ég viti alla hluti, Guð einn veit alla hluti og hann er stöðugt að opinbera sjálfan sig til okkar mannanna í Jesú Kristi fyrir heilagan anda sinn.
Guð starfar í gegnum bæn og lofgjörð á því er engin vafi.

Guð blessi ykkur

Árni þór, 1.1.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ágæti Árni, hef sjálfur hlotið lækningu sjálfur og séð nægjanlega mikið til að vita gjörla að þetta er til og verður til fyrir atbeina fólks sem biður Krist um hjálp.  En áður en ég sannfærðist var ég jú ekki sannfærður.  Né trúaður. Svosem ekkert ósvipað Mattíasi.

Guði sé lof fyrir nýtt ár - það sem blessaðast óska ég þér og ykkur...

Ragnar Kristján Gestsson, 1.1.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Árni þór

Þakka þér fyrir Ragnar,
já vegna bænar þannig starfar Guð

Árni þór, 1.1.2008 kl. 19:04

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er sorglegt að sjá svona auðtrúa fólk.

Árni Þór, fótalengingar eru ein elsta brellan í trúarlækningabransanum  Þetta er trix, barnalega einföld aðferð.

Ef fóturinn á þér hefði virkilega verið lengdur væri auðvelt að staðfesta það.

Fólk hlýtur lækningu á hverjum degi.  Ég fæ kvef og það læknast, fæ marblett og hann hverfur.  Varla telst það merkilegt.

Það er aftur á móti dálítið merkilegt að fólk sjái ekki þegar verið er að hafa það að fíflum.

Matthías Ásgeirsson, 1.1.2008 kl. 20:23

8 Smámynd: Árni þór

Það er munur á lækningum og kraftaverkum.
kvef læknast og veikindi á einhverjum ákveðnum tíma, ég er ekki að tala um slíkt ég er að tala um hluti sem gerast strax við fyrirbæn og er jafnvel ólæknandi það kallast kraftaverk.
Með fullri virðingu Matthías þó að þú trúir ekki á lækningu og kraftaverk fyrir fyrirbæn þá er of seint að segja mér slíkt því að ég hef orðið svo oft vitni af lækningum og kraftaverkum í gegnum fyrirbæn.
Ég er að tala um eigin reynslu sem þú ert að gera lítið úr, þó að þú hafir ekki upplifað eitthvað sjálfur getur þú ekki sagt að einhver annar hafi ekki gert það.

Árni þór, 1.1.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Morgunstjarnan

Ofsalega er gaman og merkilegt að sjá að það séu til einstaklingar eins og þú á íslandi sem hafa náð þetta langt undir handleiðslu Guðs.

Ég kem til með að verða fastagestur hér, sé það og gaman líka að sjá að þú færð á þig árásir ég fagna því einnig.

Ég er ofsalega stoltur af þér og fyllist sterkri von við lestur orða þinna.

Við hr. Matthías hef ég þetta að segja:

Sönn sé virðing þeim er tilbúnir eru að opna huga sinn til þess að skoða hvort leið þeirra sé rétt!

Virðing og Kærleikur

Morgunstjarnan, 5.1.2008 kl. 10:34

10 Smámynd: Árni þór

Kærar þakkir Morgunstjarna,
hingað til hafa slíkar lækningaþjónustur verið á höndum fárra og þá þekktum nöfnum, en núna mun Guð nota mig og þig.
Menn hafa spurt, hvers vegna hefur verið svo lítið um þetta hingað til og svarið er vegna þess að almennt hefur verið kennt að þetta tilheyri frumkristninni og að menn þurfi sérstaka gjöf til að slíkt gerist en það er ekki rétt.
Þetta er ekki spurning um okkar hæfileika eða að eiga sérstaka gjöf í heilögum anda heldur að stíga út og hlíða hinu postulalega fyrirheiti að gjöra allar þjóðir að lærisveinum og byrja í Jerúsalem (okkar nánasta umhverfi) og þá kemur hin postulalega smurning yfir okkur.
Það eina sem við gerum er að segja frá Jesú og biðja Guð að snerta fyrir anda sinn og viti menn Guð staðfestir boðunina og bænina með lækningum, allir sem ákalla Jesú geta þetta.
Þetta er samt líka tímasetning Guðs, því við erum að ganga inn í mestu úthellingu heilags anda frá upphafi.

já það er alltaf árásir eða fyrirstaða að gera vilja Guðs en það hefur engin áhrif þar sem náð Guðs verður því mun meiri, sælir eruð þér þegar þið eruð ofsóttir fyrir sakir nafns míns, laun yðar verða mikil. Launin er meira af Guði.

Guð blessi þig

Árni þór, 6.1.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Þór Þórðarson

Jesús er upprisinn

Árni þór
Árni þór
Árni Þór Þórðarson 14.04.1963
sendu póst: arnith@isholf.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...lerlikeus-1
  • ...tton_iwowwe
  • Fjall
  • DVDcalvarytrust
  • calvarytrustchildren

.......................................................................

Spjallgluggi

Hérna getur þú spjallað við mig þegar ég er á netinu

Bækur

sem ég er að lesa

Mattheusarguðspjall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband