Heyrir Guð bænir okkar

Guð heyrir allar bænir sem beðnar eru, en það er misjafnt hvernig hann svarar þeim, ef við biðjum samkvæmt hans eðli (nafni) og vilja þá svarar hann samkvæmt því undantekningarlaust, þegar fólk kann það ekki þá er hann samt trúfastur að heyra þær bænir og Guð svarar þeim aðeins samkvæmt sínum vilja, en við skulum þó vita að hann heyrir og svarar okkar bænum langt fram yfir það sem við kunnum og skiljum, og hann heiðrar okkur ef við leitumst við að nálgast hann hvort sem við kunnum það eða ekki og við getum gert það þó við eigum enga peninga vegna blóðsins sem rann á Golgata krossi, en það er samt blessun í að gefa til að efla framgang Guðs ríkisins ef við viljum og getum en fyrst og fremst er Guð á eftir okkar hjarta, að eiga samfélag við sig og er það meira en allt annað.

Setti þessa færslu mína á mitt blogg sem ég setti á vef Þóru; http://thoragud.blog.is/blog/thora_gudmundsdottir/entry/597875/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér og það besta er að hann gerir ekki greinarmun á milli trúarleiða

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri trúbróðir.

Jesús elskar okkur og hann heyrir andvörp okkar.

"Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki." Jesaja 59: 1

Takk fyrir bænirnar þínar.

Guð blessi þig og þína

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.7.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Árni þór

Sáli, Guð fer ekki í manngreiningar álit hann tekur öllum opnum örmum hverrar þjóðar sem er.
Það eru ekki margar trúarleiðir til Guðs þar sem Jesús er eini vegurinn, sannleikurinn og lífið og engin kemur til föðurins nema fyrir hann.

Árni þór, 27.7.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Árni þór

Rósa Guð blessi þig í Jesú nafni

Árni þór, 27.7.2008 kl. 23:47

5 identicon

Hvernig má það þá vera að hvern laugardag að kristinn maður vinni ekki í lottó?

Afhverju verður kristið fólk þá veikt, er það hefur fyrirbænir í stað heilsugæslu?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 02:43

6 identicon

Sæll kæri trúbróðir, og takk fyrir síðast.

Ég vildi að sem flestir gætu séð þennan pistil,

hann er svo góð leibeining fyrir marga, sem eru að leita.

Guð veri með þér og þinni fjölskyldu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 05:16

7 identicon

Ég hef svo oft rekið mig á það að Guð svarar mínum bænum í samræmi við það sem er mér fyrir bestu. Ég fæ ekki alltaf það sem ég vil - heldur það sem ég þarfnast! Og eftir á sé ég iðulega að það sem ég þarfnaðist en vildi ekki var samt það sem ég þurfti og þannig fór ég að vilja það líka Þetta er hin sanna auðmýkt og kjarni trúarinnar á Guð - maður veit að hann hefur hag manns fyrir brjósti og hann veit líka um þúsund fleiri leiðir en ég til að uppfylla mínar andlegu þarfir sem auðga þroska minn sem manneskju fyrir þetta er ég mínum Æðri Mætti óendanlega þakklát.

Kv. Martha

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:10

8 Smámynd: Árni þór

Jóhannes ég vinn trúlega ekki í lottói þar sem ég tek ekki þátt í því, en það að taka þátt í lottói hefur ekkert endilega með bænasvar að gera nema að fólk sé að biðja til Guðs í því samhengi.

Ég var einu sinni atvinnulaus í einn mánuð er ég var að byrja að vinna sjálftætt, eitthvað um 12 ár síðan ef ég man rétt, skuldirnar hrönnuðust upp og ég átti ekki pening fyrir reikningum, ég lagði þetta í hendi Jesús Krist í bæn og fór á samkomu, á samkomunni var trúboði frá Afríku að prédika, hann kom með þekkingarorð til nokkurra þarna inni og ég var einn af þeim sem fékk þekkingarorð.
hann benti á mig og sagði; þú þarft ekki að hafa áhyggjur af atvinnumálunum Guð mun sjá fyrir þér að þú fáir nóg að gera. Ég fór út af samkomunni og kveikti á farsímanum mínum og það hringdi á sömu stundu maður í mig og bað mig um að múra og flísaleggja fyrir sig, ég vann heima hjá honum í 3 mánuði og fékk alltaf líka frítt að borða hjá honum, þau vissu ekki að ég var það illa staddur að ég átti ekki peninga fyrir mat.  Ég hef alltaf síðan þá haft mikið meyra en nóg að gera og hef látið aðra hafa verkefni sem ég hef ekki getað sinnt sjálfur og núna í allri kreppunni innan gæsalappa þá hef ég aldrei haft eins mikið að gera og núna.
Ég gef Guði alla dýrðina, því ég veit að hann mun vel fyrir sjá.

Varðandi veikindi þá er mannlegt að verða veikur, Guð hefur gefið okkur skynsemi að fara vel með okkur en vegna syndar þá eru við veikleika vafin, það er bara af hinu góða að fara til læknis vegna þess að Guð notar lækna, en Guð læknar líka í gegnum fyrirbæn og gerir kraftaverk. Ég hef orðið vitni af yfir 200 lækningum og kraftaverkum á síðastliðnum 2 árum. Var að fá þakkarefni áðan frá manni sem læknaðist í baki fyrir bæn sem og Kolbeinn báðum fyrir. Dóttir mín sem er 10 ára bað fyrir konu á laugardaginn var og hún læknaðist.

Árni þór, 29.7.2008 kl. 19:56

9 Smámynd: Árni þór

Þórarinn kærar þakkir fyrir góð orð, Guð blessi þig og þína

Árni þór, 29.7.2008 kl. 20:00

10 Smámynd: Árni þór

Martha, ég er sammála þér, Guð er kærleikur og ber hag okkar og eilífðarinnar sem kemur fyrst og fremst fyrir brjósti og bænheyrir samkvæmt því.

Árni þór, 29.7.2008 kl. 20:11

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri trúbróðir

Takk fyrir frábæran vitnisburð í innleggi nr. 8.

Drottinn hjálpar okkur og í þínu tilviki þá fékkstu vinnu við múrverk og frítt fæði og á meðan gast þú lagað stöðuna.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:40

12 Smámynd: Árni þór

Kærar þakkir Rósa,

Árni þór, 30.7.2008 kl. 19:08

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, en sennilega renna allar þessar bænir á öllum þessum tungumálum með öllum mállýskum saman í eitt suð sem Guð skynjar sem býflugnasuð. Hann veit að sjálfsögðu að mannheimur er með endalusar væntingar um betri líðan, meiri lífsgæði og svo von um framhaldslíf.

Nei, annars. Guð heyrir engar bænir, þar sem enginn Guð er til.

Sigurður Rósant, 4.8.2008 kl. 18:48

14 Smámynd: Árni þór

Þessu er ég ekki sammála Sigurður Rósant, Guð er jafn raunverulegur í mínu lífi og allt annað, mín megin er hann dýrlegur orðin þín megin er hann ekki til.

Árni þór, 5.8.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Þór Þórðarson

Jesús er upprisinn

Árni þór
Árni þór
Árni Þór Þórðarson 14.04.1963
sendu póst: arnith@isholf.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...lerlikeus-1
  • ...tton_iwowwe
  • Fjall
  • DVDcalvarytrust
  • calvarytrustchildren

.......................................................................

Spjallgluggi

Hérna getur þú spjallað við mig þegar ég er á netinu

Bækur

sem ég er að lesa

Mattheusarguðspjall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband