Fingrafar í stað greiðslukorta

Greiðslukortin að víkja ?

Ef að líkum lætur gætu greiðslumiðlarnir peningar og greiðslukort reynst óþörf fyrr en síðar.
Fyrir tveimur dögum tók hollenska stórmarkaðskeðjan Elbert Heijn nefnilega í notkun
nýja tækni við búðarkassana þar sem viðskiptavinir geta borgað með fingrafari sínu.
Frá þessu er greint á vefnum www.bio-medicine.orgen þessi tæki sem nefnast Tip2Pay
hafa verið sett upp í þessum stórmörkuðum til reynslu næstu sex mánuðina.
Markmiðið er að kanna þá möguleika sem felast í þessari greiðsluaðferð og hvort
að fólki líki þessi aðferð eður ei.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Til að nota Tip2Pay þarf viðskiptavinurinn að reiða fram skilríki og greiðslukort í fyrsta skipti
sem hann notar tækið en þá leggur hann fingurinn á skanna sem vistar fingrafarið.
Allar aðrar upplýsingar um viðkomandi, þ.e. nafn, heimilisfang, bankareikningur og jafnvel
vildarkort eru þá jafnframt skráðar niður. Viðskiptavinurinn getur því mætt í búðina
og verslað út á fingrafarið sitt sem er einkar áhugavert frá Biblíulegu sjónarhorni,merki dýrsins í Opinberunarbókinni; enginn getur keypt eða selt nema hafa merki dýrsins á hægri hendi eða enni sér.

Þessi frétt er unnin upp úr frétt sem birtist í Morgunblaðinu 18. júní 2008, sjá einnig; http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1177740

fingraskonnun

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni þór

Fyrir rúmlega 20 árum heyrði ég spádóma um þessa þróun í sambandi við merki dýrsins, núna er þetta að rætast

Árni þór, 4.8.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Árni minn.

Já þessi spádómur er að rætast og svo efast fólk um tilvist Guðs og um leiðsögubókina sem hann gaf okkur.

Megi Guð almáttugur miskunna þessu fólki og gefa þeim náð.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Rebekka

Mig minnir einmitt að það sama hafa verið sagt þegar að greiðslukortin urðu vinsæl.  Sumir þóttust jafnvel sjá eldspúandi dreka í merki Eurocard (Mastercard)!!  Það er reyndar búið að breytast núna en leit áður svona út: 

http://www.caxton-print-supp.co.uk/Eurocard.jpg

Og núna eru það fingraförin.  Merkilegt að við höfum bara haft merki dýrsins á höndunum allan þennan tíma,  meira að segja tíu stykki af þeim!  Ég bíð spennt eftir árinu 2012, þá er næsta dómsdegi spáð, að því er ég best veit - nema ef við sogumst ofan í svarthol seinna á þessu árinu þegar LHC verður hleypt í gang í Frakklandi og Sviss... hmm.

Rebekka, 4.8.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: Linda

Takk fyrir að taka þá þessu, uppfyllinga spádómana er augljós fyrir þá sem vilja sjá.

Megi Guð blessa þig og varðveita.

kv.

Linda, 4.8.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég sá nýlega heimildarmynd um mann sem prófaði að hanna gervi-fingrafar.

Honum tókst að komast inn í rammlega læstar bankahirslur með þessu móti. Svo þessi aðferð er þegar orðin úrelt.

Spurning hvort örgjörvi verður græddur undir húð manna, annað hvort á hægri hönd eða enni eins og spádómurinn segir til um?

Skemmtilegur spádómur engu að síður. 

Sigurður Rósant, 4.8.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Árni þór

Svo ég byrji á að svara rödd skynseminnar þá eru það ekki fingraförin sem er merki dýrsins, heldur nær því sem Sigurður Rósant bendir á örflaga undir húðinni sem er allt í senn skilríki með kennitölu og debed og kredidkort og sendir þannig að hægt er að rekja allar ferðir manns.

Árni þór, 4.8.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Árni þór

Sigurður Rósant sagt er að þessi tækni sé til staðar og hafi verið prófuð á hermönnum

Árni þór, 4.8.2008 kl. 17:33

8 Smámynd: Árni þór

Takk fyrir ykkar innlegg Rósa og Linda

Árni þór, 4.8.2008 kl. 17:34

9 identicon

Sæll Árni.

Þú segir nokkuð !

 Merki dýrsins og fleira, ljótt að heyra.

Mér finnst góð skýringin hennar Rósu og fæ að gera hana að minni. (Sammála henni).

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 01:55

10 Smámynd: Árni þór

Tek það fram Þórarinn, þetta er spádómur og margt sem bendir til að hann sé að rætast, við sem lifum sigrandi lífi í samfélaginu við Drottinn þurfum ekki að óttast

Árni þór, 5.8.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Við fengum spurningu frá Sindra á blogginu hans. Hann hefur lokað fyrir umræðu en ég náði að svara og aðalinnihaldið var beint úr Biblíunni:

"Og það lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín og kemur því til leiðar, að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins, því að tala manns er það, og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. " Opinberunarbók Jóhannesar 13: 16.-18.

Fingrafarið er þróun í að enginn getur keypt eða selt nema taka örgjafa á hægri hendi eða á enni.

Megi Guð almáttugur varveita okkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 12:42

12 Smámynd: Árni þór

Takk fyrir Rósa, sumir segja að líkneski dýrsins sem getur talað sé tölvan og 666 séu rákirnar í strikamerkjunum, annars er talan 666 fengin úr tjaldbúð Móses þar sem Lúsífer hefur ákveðna vaxtarmynd sem engill í sannleika Guðs, í stað þess að tala hreinan sannleika Guðs og vísa okkur í faðm föðurins í gegnum dyrnar sem er Jesús Kristur þá notar hann sannleikan til að laða fólk til sín með því að taka hluta af sannleikanum og blanda saman með öðru eða rangsnúa honum og eða segja þetta er ekki nákvæmlega svona koma inn með efa og ótta.

Árni þór, 5.8.2008 kl. 15:28

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Trúlega verður örgjörvi ekki heldur notaður, þar sem hann er viðkvæmur fyrir öðrum óþekktum þáttum umhverfisins.

Kannski verður annað auga einstaklingsins notað ásamt fingrafari eða lófafari. Eitthvað alveg öruggt, sem ekki er hægt að falsa.

Að tengja þessa frétt við spádóma Opinberunarbókarinnar kemur mér ekki á óvart. Þekki þá þörf frá 1966 eða svo er ég kynntist grillum SDA (Sjöunda dags Aðventista) og marg pældi í þessum og öðrum spádómum næstu 42 árin eða svo. Þeir eru túlkaðir á ýmsa vegu hjá trúuðum.

Því miður ekkert mark takandi á þessum spádómum.

Sigurður Rósant, 5.8.2008 kl. 19:03

14 Smámynd: Auðun Gíslason

Heyr Sigurður!  Strikamerkin áttu að innifela merki dýrsins.  Evru og Evrópusambandinu má finna stað í spádómum Biblíunnar, segja þessir sem oftúlka ritninguna.  Furðulegt hvernig lesa má alskyns hluti útúr því sem fólk les. 

Auðun Gíslason, 11.8.2008 kl. 22:04

15 Smámynd: Árni þór

Guðrún ég er sammála þér, það er engin spurning í mínum huga þessu varðandi, þetta er eitt af táknum endatímans, þegar fólk segir á þessum síðustu og verstu tímum þá er það í raun að segja það sem er í raun að gerast að við lifum á endatímanum og aldrei hefur slík þrenging komið yfir sem mun koma yfir alla heimsbyggðina samanber Opinberunarbókina sem er eina bók Biblíunnar sem á eftir að rætast í heild sinni. Ritningin segir að við sem lifum í von um endurkomu Krists og munum fara til fundar við hann í loftinu þurfum ekki að óttast heldur sem dagurinn færist nær og óguðleikinn vex þá eigum við að lifta höfðum okkar og líta upp til Drottins.

Ég myndi fara varlega í að segja oftúlka Auðun, við skulum bara sjá hvað gerist og ég get sagt að núna mun það gerast hratt.

Árni þór, 11.8.2008 kl. 23:40

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vissulega getur þetta verið uppfylling spádómanna úr Opinberunar bókinni, og er þetta alveg ískyggilega nærri því, ég dreg það sem slíkt ekki í efa. En var ekki sagt það sama um kennitölur á sínum tíma?  Eða hvað? Eða er ég of mikill efasemdarmaður núna?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 10:29

17 Smámynd: Árni þór

Veit ekki Guðsteinn hvort þetta hafi verið sagt um kennitölurnar, ég hef alltaf séð þetta sem miskunnarlaust kerfi sem sér okkur ekki sem menn með tilfinningar heldur bara númer og allar upplýsingar tengdar númerinu/kennitölunni og þar er hægt að sjá allt um mann og rekja allar ferðir manns hvar maður var þessa og hina stundina og klukkan hvað, hversu mikið maður á eða skuldar af peningum, reyndar verða engir peningar heldur bara debet og kredit í hendinni á manni og eða enni með öllum upplýsingum, vegabréfi, ökuskýrteini bara nefndu það, vegna hryðjuverka laga geta þeir svo flett öllum upplýsingum upp um fólk ef þeim sýnist svo.

Árni þór, 13.8.2008 kl. 00:14

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Á þessi rök get ég fallist og hefur þú sannfært mig, en jú þetta var samt sagt um kennitölur á sínum tíma þess vegna nefndi ég það, því sama kom fram þá og nú í sambandi við þetta. En þetta horfir öðruvísi við, og mun nær spádómum OB en kennitölur voru nokkru sinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.8.2008 kl. 09:33

19 Smámynd: Árni þór

Guðsteinn og Guðrún ég er sammála ykkur báðum, það er svo margt í gangi í dag til að svæfa okkur, allt gerist svo hratt núna og fólk vegna þess að það er andlega sofandi samþykkir í dag það sem óhugsandi var að samþykkja fyrir 30 árum síðan, þá á ég við hluti sem eru ekki Guði samboðnir.
 Það eina sem hægt er að gera er að vaka og biðja og þá er maður meira meðvitandi um hvað er að gerast og hvernig á að takast á við það.

Drottinn blessi ykkur

Árni þór, 13.8.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Þór Þórðarson

Jesús er upprisinn

Árni þór
Árni þór
Árni Þór Þórðarson 14.04.1963
sendu póst: arnith@isholf.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...lerlikeus-1
  • ...tton_iwowwe
  • Fjall
  • DVDcalvarytrust
  • calvarytrustchildren

.......................................................................

Spjallgluggi

Hérna getur þú spjallað við mig þegar ég er á netinu

Bækur

sem ég er að lesa

Mattheusarguðspjall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband