Þekkir þú heimsmálin út frá Biblíulegu sjónarmiði?

Námskeið 9. febrúar

Hvað segir tímaklukka Guðs?
Þekkir þú heimsmálin út frá Biblíulegu sjónarmiði?

leftrightLaugardaginn 9. febrúar er þér boðið að slást í hóp þeirra sem skilja köllun Guðs og fyrirheit með þjóð sína og hafa skipað sér í skarðið.

Bænahúsið og Aglow sameinast með kennslu um málefni Íslam og Ísrael.

Námskeiðið verður haldið í Safnaðarheimili Grensáskirkju og verður frá klukkan 10-16 og kostar 3.500,-
Innifalið í því verði er léttur hádegisverður og námskeiðsgögn.

Nauðsynlegt er að skrá sig á netfangið aglowisland@gmail.com
eða í gsm: 699-1986

Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður. Var búin að fá bréf frá Kolla og sendi það áfram á bloggvini sem hafa áhuga á þessum málum sem eru mjög alvarleg. Það er fjör á síðunni hjá Sigurði Rósant um nákvæmlega hvenær Jesús fæddist og hvernig það allt passar við Heródes sem dó 4 árum f.Kr sem er sama og árið 1. Þessi túlkun er aftast í Biblíunni sem var gefin út 1981. Það hafa margir rannsakað þessi mál og vísindamenn, stjörnufræðingar o.fl. vilja meina að það skeiki nokkrum árum og að Jesús hafi verið fæddur fyrir árið 1 og hafi verið 3-5 ára gamall. Þá stemmir þetta með Heródes en þá koma þeir með fleiri rök og Hjalta Rúnari   líður mjög vel. Stjörnufræðingar hafa mikið stúderað þetta vegna Betlehemstjörnunnar. Ertu búinn að lesa kveðjuna sem við fengum frá Sigurði Rósant vegna pistils hans um Örkina hans Nóa. Þar kom hann algjörlega út úr skápnum og það er á hreinu að hann trúir ekki á Jesú Krist frekar en bróðir hans Svanur Sigurbjörnsson. Sama gallaða genið, því miður þeirra vegna. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.2.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Árni þór

Sæl Rósa, við lifum á mjög spennandi tímum þar sem margir munu ganga af trúnni en sem betur fer þá eru margir sem munu frelsast, við sem ræktum samfélagið við Jesú Krist erum að ganga inn í mestu úthellingu heilags anda frá manna minnum og það er þvílík köllun yfir Íslandi að senda út trúboða. Ekki skrítið að allt sé vitlaust í andaheiminum.

þetta námskeið er frábært framtak og vonandi fjölmennir fólk til að skilja betur alvöru málsins.
varðandi fæðingu Jesús þá er hann alltaf að fæðast í hjörtum manna og kvenna um allan heim, nóg að trúa að hann hafi dáið fyrir syndir okkar, aukaatriði þetta þras til og frá sem skilar engri niðurstöðu hjá hinum vantrúuðu, eins og á vef Sigurðar.
Það frelsuðust þó nokkrir í Afríku ferðinni og fylltust heilögum anda og fólk læknaðist líka líkamlega,
Dýrð sé Guði.

Árni þór, 4.2.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Gaman að sjá hvernig þú spjallar um mitt gallaða gen, Rósa.

"Illt umtal er betra en ekkert umtal", sagði Húnvetningur mér eitt sinn. Sagði hann jafnframt að sannir Húnvetningar kysu frekar illt umtal en ekkert. Ég hef þá sömu tilfinningu, enda ættaður að hluta úr Húnavatnssýslunni eins og þú hefur eflaust rakið.

En okkur trúleysingjunum gengur bara gott eitt til. Við viljum hjálpa ykkur trúuðu sálunum út úr þessari klemmu sem þið eruð í. Við notum mismunandi aðferðir, áherslur o.s.frv., en erum alls ekki útsendarar þess illa í heiminum.

Ég geri mér grein fyrir því að það þarf að koma eitthvað í staðinn fyrir það tómarúm sem myndast, þegar einstaklingur gengur af trúnni. Þess vegna er betra að fólk geri þetta með "stóískri ró" og fylli upp í með áhugaverðri fræðslu um hvað það raunverulega er sem fær fólk til að trúa.

Er það óttinn við refsingu að lífi loknu? Eða er þetta til að vera í góðum félagsskap? Eða til að láta eitthvað gott af sér leiða? Finna einhvern tilgang með lífinu? Eða köllun?

Njótið þess á meðan þið trúið, svo kemur sannleikurinn seinna.

Sigurður Rósant, 6.2.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Árni þór

Blessaður Sigurður Rósant,
ég var ekki talaður inn í samfélagið við Jesúm Krist,  þess vegna er ekki hægt að tala mig út úr því heldur.

Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið og öll fylling guðdómsins býr í honum

Árni þór, 6.2.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég sé að þú ferð þínar eigin leiðir, hvaðan svo sem þú hefur áttavitann.

En af færslu þinni má sjá að þú auglýsir atvinnustarfssemi hér á blogginu. Er það í samræmi við þínar siðareglur?

Jesús kom mörgu góðu til leiðar, ég er þér alveg sammála í því.

Sigurður Rósant, 7.2.2008 kl. 13:07

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Sigurður Rósant. Ég hef komið heiðarlega fram við þig og skrifað á síðuna hjá þér um hvernig þú komst fram á sjónarsviðið hér á blogginu og varst loðinn í fyrstu en svo komstu út úr skápnum. Með gallað gen var í gríni sagt og sérstaklega því Svanur sem er elskulegur í framkomu við mig er læknir. Ég geri oft grín af því að margir Vopnafirðingar séu með gallað gen sem heitir Framsóknargen. En ef þér finnst ég vera með baktal við þig þá bið ég þig að fyrirgefa mér það. Það átti ekki að vera þannig frá minni hálfu en ef þú skilur þetta þannig er alveg sjálfsagt að biðjast afsökunar. Það er ekki tilgangur minn að meiða neinn. Ég vissi ekki að þú værir ættaður úr Húnavatnssýslu. Langar að koma með eina málsgrein úr færslu sem er á blogginu mínu um atburð sem átti sér stað í Húnavatnssýslu. Kannastu nokkuð við þennan bónda sem er sennilega ekki lengur á meðal okkar hérna megin:

"Í einni ferðinni sem mamma var í, þá hitti hún og Simmi, bónda í Húnavatnssýslu og Simmi bauð honum bækur og blöð til sölu. Bóndinn vildi alls ekki kaupa neitt. Á meðan Simmi og mamma voru að tala við bóndann kom hestur bóndans og hrifsaði blaðið sem mamma hélt á. Bóndinn sagði að nú yrði hann að kaupa blaðið. Þegar ferðalangarnir voru komnir frá bænum sagði Simmi: “Málleysinginn hafði meira vit en bóndinn!”

Guð blessi þig Sigurður Rósant og einnig þig Árni minn. SHALOM.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2008 kl. 14:48

7 Smámynd: Árni þór

Já Guð blessi ykkur sömuleiðis

Árni þór, 7.2.2008 kl. 19:49

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæl Rósa.

Ég tók það ekkert inn á mig með "gallaða genið", en af því að þú hefur áhuga á ættfræði eða uppruna manna, þá má geta þess að ég er ca. 1/64 Húnvetningur eða um 1/128 að mig minnir. Svo ég á forfeður og formæður í 9. og 10. ættlið út um allt land. Líka frá Vopnafirði.

Ekki kannast ég við þennan bónda, en er ég var í sveit 14 - 15 ára gamall í Austur-Landeyjum, kom eitt sinn S.D.Aðventisti með bækur til sölu. Bóndi bauð honum inn í stofu þar sem í boði var kaffi og kökur.

Aðventistinn vildi ekki þiggja neitt kaffi eða kökur, en vildi endilega selja bóndanum trúarlegar bækur.

Í lok þeirra samræðna stóð svo bóndinn upp og sagði: "Úr því að þú vilt ekki þiggja neitt frá mér, þá þigg ég heldur ekkert frá þér"

Um haustið fór ég á Hlíðardalsskóla í Ölfusi og var þar hjá Aðventistum í 2 vetur.

Sigurður Rósant, 8.2.2008 kl. 00:52

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður Rósant. Þetta var sniðugt með bóndann sem var kurteis og var búinn að bjóða gestinum kaffi og með því.  Gott að við getum verið sátt og ég get sagt þér það að þau fáeinu samtöl sem ég og Svanur höfum átt hafa verið mjög góð. Mér líkar vel við hann en ég veit að hann hefur tekist á við suma af mínu fólki en hann er alltaf sætur við mig. Ég er í klíku hjá honum og þess vegna vil ég líka endilega taka það fram aftur að þetta með genin var bull. Ég vil alls ekki missa vináttuna við Svan og ég vona að þú þraukir þegar ég er að skrifa hjá þér. Verum í bandi á síðunum okkar svo Árni fái ekki nóg af okkur. Hann þarf að vera stöðugt að hella uppá kaffi og hafa meðlæti fyrir okkur ef við ætlum alltaf að vera hér í heimsókn hjá honum. Eigum við ekki að hlífa stráknum og ég kíki í heimsókn til þín og þú til mín  Guð blessi Árna og Sigurð Rósant. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2008 kl. 02:11

10 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Hér er alltaf líflegt og heitt á könnunni (eða í kolunum )  Leiðinlegt að ég geti ekki komist í Grensáskirkju.  Er reyndar ekki spenntur fyrir alltof mikilli Ísraelsumræðu, held að Guð sé frekar að púkka uppá villta vínviðinn þessa dagana.  Reyni nú samt að halda mér hreinum ... just in case

Ragnar Kristján Gestsson, 8.2.2008 kl. 17:29

11 Smámynd: Árni þór

Þetta er líka umfjöllun um íslam og tákn tímana

Árni þór, 8.2.2008 kl. 18:49

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Árni minn og við þurfum að vita um hugarfar þeirra til Gyðinga og eins til kristinnar trúar. Við erum alltof illa upplýst um þá hræðilegu aðgerðir sem öfgahópar innan Múslima geta valdið bæði Gyðingum og okkur. Bið að heilsa Kolla. Guð veri með ykkur um helgina. Friðarkveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2008 kl. 19:59

13 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Við hjónin bjuggum 10 ár í Þýskalandi, framanaf í forréttindahópnum námsmenn en síðan var ég nokkur ár á þeim hluta atvinnumarkaðarins sem er hvað mest setinn af innflytjendum: í hreingerningum.  Flestir minna kollega voru tyrkir en margir líka frá Ghana og Íran.  Þetta fólk var upp til stórra hópa mjög ósátt við að vera í Þýskalandi ekki svo mikið vegna útlendingahaturs (einhverjir höfðu þó reynslu af því) heldur miklu frekar vildu þeir einfaldlega ekki vera þarna heldur heima hjá sér sem þeir gátu þó ekki.  Þetta var fólk mjög mismenntað allt frá ólæsi yfir í einn doktor í landafræði sem fékk ekkert menntunar sinnar metið af þarlendum stjórnvöldum.  Hann var votti og við höfðum mörg tækifæri til að ræða málin um þessa hluti.  Sumir, og sérstaklega tyrkirnir, höfðu allt aðrar hugmyndir á takteinum, þeir ætluðu sér einfaldlega ekki að aðlagast heldur að aðlaga Þýskaland að sér.  Í Berlín höfðu þeir tyrkneskar sjónvarps- og útvarpsstöðvar, skóla og stórmarkaði, hverfi með öllum þeim knæpum, rakarastofum og tilbehör sem þurfti.  Meira að segja sinn eigin gjaldmiðil, lögreglu og dómskerfi sem refsaði brotum á kóraninum harðlega (aflimanir eða aftökur).  Þeir höfðu ekkert við kærleikann okkar að gera, svosem ekkert sem dregur þó úr þeirri skipun Drottins að ég eigi að feta í fótspor Hans.  Nú er ég nefninlega á því að fólk eigi að fá að flytja til Íslands ef það vill, en önnur lönd eru búin að hafa mjög opna innflytjendastefnu og eru löngu búin að sjá að aðlögunin er ekki að heppnast.  Nefni sem dæmi Holland þar sem allt logaði í óeirðum 2005, Kúrda í Þýskalandi eða alla Skandinavíu.  Án þess að ætla að þessir hópar hafi stjórntauma Íslands að markmiði er þessi athugasemd kannski einn flötur í kotru þjóðfélagsins okkar.

Ragnar Kristján Gestsson, 9.2.2008 kl. 09:23

14 Smámynd: Árni þór

Þetta var magnað námskeið og svo sannarlega orð í tíma töluð, margt athyglisvert sem fjallað var um.
Það besta fannst mér að ísmael ættfaðir Araba var 16 ár í föðurkærleika Abrahams og fannst Abraham erfitt að láta hann frá sér en gerði það að boði Drottins, Drottinn sagði honum að fara eftir því sem Sara myndi fara fram á (að senda þau í burtu ambáttina Hagar og ísmael) en Guð myndi gera ísmael að voldugri þjóð.
Ísmael hefur líka fyrirheitið, þeim vantar föðurkærleika og vill Guð ná til þeirra með föðurkærleika sinn áður en endirinn verður, eins og reyndar til allra manna.

það segir að endurkoma Drottins verður þegar orðið um ríkið verður prédikað öllu mannkyni, Guð ætlar að vitja Araba og þegar þeir taka við Jesú sem frelsara sínum þá vekja þeir upp afprýði hjá Gyðingum og munu þeir þá líka snúa sér til Drottins Jesú. Gleymum því ekki að Drottinn elskar alla menn og er það okkar kristinna manna að biðja fyrirheitin fram.
Aglow fékk spádómsorð þessu varðandi að Guð myndi gefa þeim að ná til íslam ef þau vildu taka við því.
Spádómsorðin voru lengri og ýtarlegri og komu í gegnum 3 menn sem vissu ekki af hvorum öðrum, nákvæmlega sömu orðin.
Mögnuð spádómsorð, magnað fyrirheiti, biðjum fyrir Gyðingum og Aröbum að þeir snúi sér til Drottins.
Síðan 11 september 2001 hafa 5 miljónir múslima tekið við Jesú Kristi sem frelsara sínum í Egyptalandi, dýrð sé Guði Halelúja.

Árni þór, 10.2.2008 kl. 16:28

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég giska á að Armageddon átökin verði á eftirfarandi hátt:

Muslimar gjöreyða Ísrael á einni nóttu og flestum Sýnagógum þeirra um allan heim, í sömu viku.

Þá munu Vestrænar þjóðir gjöreyða Mekka og fleiri helgum stöðum muslima í 2. viku átakanna.

Í 3ju viku átakanna munu Indverjar og Kínverjar gjöreyða stærstu borgum Evrópu og Ameríku.

Í 4. viku munu Ástralíubúar gjöreyða stærstu borgum Indverja og Kínverja.

Í 5. viku ráðast svo Afríkuríkin á stærstu borgir Ástralíu.

Í 6. viku kemur svo Ósama Bin Laden úr fylgsni sínu og þakkar Allah fyrir sigurinn yfir Gyðingum, Kristnum og heiðingjum. Flytur til Afríku.

Á næstu vikum og mánuðum þar á eftir deyr stór hluti alls lífs á jörðunni vegna súrs regns og alls kyns annara óáran.

Er þetta ekki svolítið "innblásið"?

Sigurður Rósant, 10.2.2008 kl. 20:18

16 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég segi fyrir mína parta er ég voðalega lítið fyrir það að túlka spádómana á þá vegu að endalokin séu núna á næstunni, þó svo að ég beri fulla virðingu fyrir þeim sem að eru í þessum pælingum vil frekar setja alla mína orku í einfalt kristniboð. Ef að Guð ætlar sér að kristna araba og gyðinga þá gerir hann það án minnar aðstoðar Guð setti mig á Ísland fyrir landið mitt og þjóðina mína, hér get ég sagt frá hjálpræðinu í Jesú, og það geri ég

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:01

17 identicon

„Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda“
Matteus 28.18-19

Ekki það að ég sé mikið að fara útum allan heim og gera allar þjóðir að lærisveinum. En, þetta sagði Jesús.

Andri (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:20

18 Smámynd: Árni þór

Kærar þakkir fyrir innleggin....

Já ef maður er trúr í litlu þá er maður settur yfir meira, við eigum að byrja í Jerúsalem okkar nánasta umhverfi og þá er maður sendur lengra. Fyrstu postularnir ætluðu að hafa það þægilegt og vera bara í Jerúsalem og segja frá, Guð setti þá þrengingar til að tvístra þeim út um alla heimsbyggðina og þannig fór fagnaðarerindið út um alla jörð.
Þetta postullega fyrirheit er svo einfalt en magnað, ef maður yfirgefur þægindin og fer af stað þá sagði Drottinn að tákn myndu fylgja, skírn andans, kraftaverk, illir andar reknir út og hann sjálfur myndi vera með og staðfesta boðunina.
það eru sumir postular, spámenn, trúboðar, hirðir og kennarar en allir geta flætt í 9 gjöfum andans og undir postullegri smurningu. þvílíkt fyrirheit.
 Ég hef fengið að reyna þetta, hef vitnað um Drottinn í tíma og ótíma síðan ég meðtók hann sem frelsara minn árið 1983 og núna er ég búin að fara 3 ferðir til Afríku á einu og hálfu ári og reynt hvernig Drottinn er sannarlega með í slíkum ferðum á yfirnáttúrulegan hátt. Ef við gefum af okkur, könnumst við Krist fyrir mönnum þá mun hann kannast við okkur fyrir föðurnum, þvílík blessun að fara undir postullega smurningu.
það eru margir sem Guð vill senda á íslandi út um alla heimsbyggðina til að vitna um nafn sitt með yfirnáttúrulegum árangri, ísland er kallað til að senda út trúboða.

Árni þór, 12.2.2008 kl. 22:29

19 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jú ég er svosem búin að vitna um Krist í útlöndum og það er yndislegt, þó svo að ekki sé um þróunarlönd að ræða heldur bara ítalíu og USA, en akurinn hér er stórlega vanræktur af kristnu fólki, það eru alltof fáir í því að boða náð Drottins, heldur er þessi eilífi eltingarleikur við amerísk undarlegheit sem gerir trúna  tortryggilega í augum venjulegs fólks.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 09:25

20 Smámynd: Árni þór

já ég er alveg sammála þér Guðrún þessu varðandi að við þurfum að ná betur til íslensku þjóðarinnar og er sá akur vanræktur.
Mín reynsla af því að hafa farið til Afríku í trúboð hefur sýnt mér það að maður kemur fullur af eldi til baka og meira víðsýnn til að takast á við hlutina hérna heima.
Einnig þegar ein eða fleiri þjóðir koma saman um Krist þá verður eins og meiri sprenging ef má orða það svo, meira flæði verður í andanum.

Árni þór, 13.2.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Þór Þórðarson

Jesús er upprisinn

Árni þór
Árni þór
Árni Þór Þórðarson 14.04.1963
sendu póst: arnith@isholf.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...lerlikeus-1
  • ...tton_iwowwe
  • Fjall
  • DVDcalvarytrust
  • calvarytrustchildren

.......................................................................

Spjallgluggi

Hérna getur þú spjallað við mig þegar ég er á netinu

Bækur

sem ég er að lesa

Mattheusarguðspjall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband