26.10.2008 | 17:01
10 daga, samkirkjuleg bæna-, lofgjörðar- og föstu átak.
Komi þitt ríki svo á jörðu sem á himni
Dagana 4 til 14 nóvember verður samkirkjuleg 10 daga bæna, lofgjörðar og föstu átak fyrir landinu okkar undir yfirskriftinni "Komi þitt ríki svo á jörðu sem á himni". Það verður bæn og lofgjörð dag og nótt, þar sem tveggja tíma vaktir verða skipulagðar í einu. Þessi bæna- og lofgjörðar tími mun byrja kl. 20:00 þann 4. nóvember og enda kl. 20:00 þann 14. nóvember 2008 í húsnæði Kærleikans Faxafeni 8.
Dagana 7 til 9 nóv. verður mót og gestur mótsins er Kirk Bennett sem er stofnandi Zadok House of prayerí Charlotte í USA. Sjá dagskrá mótsins neðst, en laugardaginn 8. nóvember kl. 10-12 verður sérstök kennsla fyrir leiðtoga (forstöðufólk, bænaleiðtoga og aðra leiðtoga innan safnaðanna).
Bænahúsið og Kærleikurinn hafa haft frumkvæðið af þessum atburði, en hugmyndin er að allir söfnuðir komi að þessu í einingu Andans.Nú er tími Guðs til að endurreisa alla hluti og þær þrengingar sem ganga yfir okkar þjóð munu verða til blessunar ef við lyftum upp nafni Drottins og hrópum niður áætlun Guðs fyrir Ísland. Því er haft samband við alla söfnuði til að taka þátt í föstunni og koma til bæna og lofgjörðar í húsnæði Kærleikans Faxafeni 8 dagana 4 til 14 nóv.
Allir sem hafa meðtekið Jesús sem frelsara sinn eru hvattir til að fasta einn eða fleiri daga meðan þetta átak stendur yfir, sendu mér tölvupóst á arnith@simnet.is ef þú vilt taka þátt og hvaða dag eða daga þú ætlar að fasta í Jesú nafni. Látum sem flesta vita af þessu átaki fyrir landi og þjóð.
Auglýsing - dagskrá
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Árni Þór Þórðarson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- sigvardur
- zeriaph
- jonvalurjensson
- morgunstjarna
- ruth777
- rosaadalsteinsdottir
- daystar
- sirrycoach
- baldvinj
- vonin
- alit
- olijoe
- icekeiko
- medvirkill
- bryndiseva
- drengur
- aglow
- adalbjornleifsson
- hafsteinnvidar
- arabina
- gattin
- baenamaer
- coke
- doralara
- ghordur
- bassinn
- kiddikef
- krist
- huldumenn
- siggagudna
- snorribetel
- stingi
- hebron
- vert
- thormar
Myndaalbúm
.......................................................................
Spjallgluggi
Hérna getur þú spjallað við mig þegar ég er á netinu
Bækur
sem ég er að lesa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.
Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar. [
Ef þér fyrirgefið ekki, mun faðir yðar á himnum ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar. ]" Mark. 11: 24.-26.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:27
Gott framtak anaegdur med drifkraftin. Gangi ykkur vel
Gud Blessi
Tryggvi Hjaltason, 3.11.2008 kl. 17:34
Kærar þakkir Rósa og Tryggvi fyrir ykkar innlegg
Guð blessi ykkur
Árni þór, 3.11.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.