Boðskapur

Birgir Ólsen, Svíþjóð, spádómsorð töluð út í Fíladelfíu söfnuðinum 1955


Ó Lýður minn, segir Drottinn.
Ég hef rannsakað hversdagsleika ykkar,
ég hef séð þig, þar sem þú hefur gengið veg þinn áfram.
Ég hef einnig séð hvað augu þín eru bundin við.
Ó, brúður mín segir Drottinn, sem ég hef keypt með dýrmætu blóði mínu.
Hvers vegna lætur þú heiminn táldraga þig.

Hvers vegna eru augun þín svo haldin?  Ég tek eftir þeim svefni sem hefur lagst á þig.
Ó, Brúður mín, Ó, Brúður mín.  Heyrir þú ekki, hvernig Andinn vill leiða þig frá þessu sem frjósömu ekrum, og gefa þér auðæfi sín.
Sjá segir Drottinn,
sá dagur kemur og er ekki fjarri, þegar neyð þrengir sér inn yfir þetta land.
hvað ætlar þú að gera við það sem þú hefur safnað saman?
Og hvar ætlar þú að fela þig fyrir refsidóminum?

Sjá segir Drottinn,
Ég verð að segja við þig Brúður mín, að einnig þessi staður, þessi borg, verður jöfnuð við jörðu.
Ó, Brúður mín, ég vil láta þig vera auðuga í Anda mínum.
Ég vil leysa þig svo þú getir bjargað sálum.
Ó, Lýður minn segir Drottinn.
Áður en þessi neyð skellur yfir vil ég í náð vitja þessa lands.
En hvar eru þeir sem vilja fara af á stað?
Hvar ert þú sem vilt gráta neyð þeirra?
Ó, þeir eru svo margir sem kvíða áhrifum illra anda.
En ég, Drottinn, vill leysa þá.
Ég vil láta söfnuð minn vera í slíkum krafti svo þeir geti þjónað mér.
Ég sé eld, segir Drottinn sem brennur í krafti svo þeir geti þjónað mér.
Ég sé eld, segir Drottinn sem brennur í krafti þar sem hann fer að brenna.
ég vil ganga fram á kröftugan hátt.
því sjá, Ég vil bjarga mörgum áður en ég kem.
Og til þess að þið skiljið, að það er ég Drottinn sem tala, þá skal ég byrja á því að frelsa bænabörnin ykkar.
Ég mun frelsa bænabörnin, segir Drottinn.
Og þið skuluð skilja það segir Drottinn, að ég vil á þessum dögum
framkvæma mitt verk.
En þegar þessi neyð skellur yfir, mun ég taka brúðarskara minn frá jörðinni.
sæll ert þú sem bíður í trúmensku og þjónustu, segir Drottinn, brúðgumi
Þinn Jesús Kristur.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Árni Kærleikur.

Frábært að birta þennan spádóm. Ég las þennan spádóm þegar ég var í Kærleikanum og var að hugsa um að það væri frábært að birta hann. Þú ert búinn að gera mér mikinn greiða og mun ég vísa á bloggið þitt.

Guð veri með þér kæri trúbróðir

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 07:13

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Guð gefi okkur náð til að vakna og vera tilbúin ég þarf virkilega að hrista sjálfan mig.

Takk árni og bkv bev

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Linda

Ég fæ hroll, ætla að drífa mig út í bænagöngu með Pipp, ég get ekki byrjað daginn fyrr. 

Guð blessi þig og varðveiti Árni, það er  mín bæn fyrir þig.

bk.

Linda.

Linda, 13.11.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Kærleikskveðja til þín og þakka þér fyrir hvatningu sem þú hefur gefið mér með því að kíkja inn á bloggið mitt

Kristín Ketilsdóttir, 13.11.2008 kl. 13:01

5 Smámynd: Árni þór

Rósa það besta við þetta er það að við Kolli spáðum inn í líf konu þarna í gær Kolli sagði að bænir hennar í gegnum öll árin væru ekki útrunnar, heldur væri Guð búinn að safna þeim í skál sem að væri alveg að verða full. Ég sá Drottinn í sýn taka skálina og snúa henni við þannig að rigndi yfir bænasvör.
Ég hitti hana er ég tók bænavakt í dag og sagði henni að ég hefði tekið spádómin og sett hann á netið, hún sagði ég var einmitt búin að biðja Guð að senda einhvern til að birta þetta á netinu. þannig að Guð staðfesti orðin á þennan hátt með að bænheyra hana. 

Árni þór, 13.11.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Árni þór

Bryndís, Guð er að reisa upp fólk til að vera rödd, Guð skekur öll heimsmálin til að vekja okkur og um leið mun fólk koma í anda Elía í sama anda og var yfir Jóhannesi skírara sem undirbjó komu Jesús, eins mun núna rísa upp sterkur her mitt í öllum erfiðleikunum sem eru rétt að byrja og undirbúa koma jesús í skýjum himins, fólk sem talar hreint og ómengað orð Guðs málamiðlunnar laust til þjóðarinnar og héðan til annara landa.

Árni þór, 13.11.2008 kl. 21:48

7 Smámynd: Árni þór

Linda, bænagöngur þær virka inn í andaheimin það verður ein stór í desember,
biddu fyrir mér að ég tali orð Guðs eins og ég á að tala

Guð blessi þig

Árni þór, 13.11.2008 kl. 21:57

8 Smámynd: Árni þór

Katrín, já sömuleiðis ég myndi blogga meira ef ég hefði meiri tíma aflögu, þú ert dugleg í þessu.
Ég er að gera aðra heimasíðu með sýnum og draumum og spádómsorðum.

Árni þór, 13.11.2008 kl. 22:08

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Árni Kærleikur

Flott nafn og þú berð það með sóma.

Það verður spennandi að sjá nýju síðuna þína og það er gott að þú rekur annað slagið inn nefið þrátt fyrir mikla vinnu bæði í múrverkinu og eins í Kærleikanum  og Bænahúsinu.

Drottinn blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa Guðskerling

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:16

10 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Árni Þór. Þetta er góð færsla. Hún er þörf á þessum dögum til að vekja fólk eins og mig og aðra kristna sem hafa sofnað á verðinum. Kíktu inn á slóðia mína  og sjáðu hvað Drottinn er að tala þar. Guð blessi þig og fjöslkyldu þína.

Þormar Helgi Ingimarsson, 13.11.2008 kl. 22:58

11 Smámynd: Árni þór

He he  já takk kærleg, Rósa

ég skrifaði á ABC bloggið þitt

Árni þór, 13.11.2008 kl. 22:59

12 Smámynd: Árni þór

Takk Þormar fyrir innlitið

Árni þór, 13.11.2008 kl. 23:00

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Árni minn.

Nú er það svart hjá Þormari en hann drífur sig bara aftur í Kærleikann og þá verður bjartara yfir pilti.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Guðskerlingin Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:07

14 Smámynd: Árni þór

Ég sé að ég hef prentað nafn þitt vitlaust kristín, ég biðst innilegar afsökunnar

Árni þór, 14.11.2008 kl. 17:08

15 identicon

Sæll Árni minn. ´

Þessi spádómur var góð lesning,svo sannarlega vitum við það að tíminn er í nánd.Það er svo margt sem að þjóð okkar á að huga að strax og mér finnst trúin á Jesús Krist frelsara okkar,vera mikilvægust. Að játast til Kristinnar trúar og taka skírn er  mjög mikilvægt skref.

þá fyrst fara að virka hin Kristilegu gildi í okkur.

 Í fyrsta sinn í sögunni fastaði ég ( í fyrradag og gær) til að vera með í sambandi við 10 daga bænahaldið og ég er ekki i nokkrum vafa (ég var nefnilega veikur ,flensa og astmi,einmitt slæmur í gær) að þetta er gott fyrir hvern og einn. það var það sem ég fékk útúr þessu og ætla að gera meira af  þegar ég hressist að veita þessu formi bænarinnar góðan gaum. Ég stóðst þetta nokkurn veginn og geri enn betur næst.

Guðs blessunar bið ég fyrir þig og þína fjölskyldu,og söfnuð þinn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 07:33

16 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Blessaður Árni. Gaman að rekast á þig hér   Sá þig á listanum hjá Rósu.

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 15.11.2008 kl. 11:36

17 identicon

Vá magnað.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:27

19 Smámynd: Árni þór

Þórarinn, ég segi bara frábært að heyra, Guð er að reisa upp sterkan her.

Guð blessi þig og gefi styrk

Árni þór, 16.11.2008 kl. 18:53

20 Smámynd: Árni þór

Ásta, Birna og Rósa, kærar þakkir

ég er að gera síðu með sýnum, draumum og spádómum finnst það vanta ég sendi ykkur slóðina á vina listanum

Árni þór, 16.11.2008 kl. 18:56

21 Smámynd: Árni þór

Svandís, já heldur betur, við lifum á Laódíkeu tímabilinu sem þýðir hálfvelgja, síðasta kirkju tímabilið áður en Jesús kemur aftur, sjá Opinberunarbók Jóhannesar 3:14-22

Árni þór, 17.11.2008 kl. 15:22

22 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll veru Árni!

Gott að fá að heyra og lesa þessi spádómsorð!

Takk!

Guð blessi þig og þitt fólk.

Kveðja úr Garðabæ

Halldóra Ásgeirsdóttir

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 16:58

23 Smámynd: Aida.

Sæll 'Arni og takk fyrir að vera verkamaður Jesú Krists.

Eg heyri og ég hlusta.

Eg er þér þakklát Arni fyrir þig og bið Drottinn Jesú Krist að margblessa þig og þina .

Þess bið ég í Jesú nafni.Amen.

Aida., 1.12.2008 kl. 12:09

24 Smámynd: Árni þór

Kærar þakkir sömuleiðis Aida,
Þú mátt biðja fyrir mér með að tala orðið eins og mér ber að tala og að Guð opni þær dyr.
Guð blessi þig og þína í Jesú nafni amen.

Árni þór, 1.12.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Þór Þórðarson

Jesús er upprisinn

Árni þór
Árni þór
Árni Þór Þórðarson 14.04.1963
sendu póst: arnith@isholf.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...lerlikeus-1
  • ...tton_iwowwe
  • Fjall
  • DVDcalvarytrust
  • calvarytrustchildren

.......................................................................

Spjallgluggi

Hérna getur þú spjallað við mig þegar ég er á netinu

Bækur

sem ég er að lesa

Mattheusarguðspjall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 453

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband