27.11.2008 | 01:32
ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSU!!!
VAKNINGARSAMKOMA FÖS. 28 NÓV. KL 20 & KAFFIHÚSAFÍLÍNGUR MEÐ LIVE BANDI KL23
Í spámannlegu flæði
ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSU!!! JEFF GARVIN FRÁ LAKELAND OG NORSKA ROKKSHLJÓMSVEITIN: 7 DAYS & A MIRACLE Í KÆRLEIKANUM. www.myspace.com/7daysandamiracleDags: | FÖSTUDAGUR, Nóvember 28, 2008 |
Tími: | 8:00pm - 11:00pm |
Staður: | Kærleikurinn |
Gata: | Kærleikurinn-Faxafeni við hliðina á Hagkaup gengið inn aftan við Miklubraut |
Borg: | Reykjavík, Iceland |
Þetta verður geggjað kvöld í Kærleikanum til að njóta sín í botn, fá lækningu, útrás og spjalla síðan þar til kjálkavöðvarnir biðjast vægðar!
Brjáluð lækningasamkoma með Jeff Garvin kl 20 í spámannlegu flæði og geggjuð kaffihúsastemning með live tónlist frá 23 með norsku hljómsveitinni 7 days & a miracle. Söngvarinn í þeirri hljómsveit vann m.a. norska Eurovisjón fyrir nokkrum árum.
FRÍTT INN. Hægt verður að kaupa heitt kakó, vöfflur og skúffuköku á ódýru verði frá 23.
Brjáluð lækningasamkoma með Jeff Garvin kl 20 í spámannlegu flæði og geggjuð kaffihúsastemning með live tónlist frá 23 með norsku hljómsveitinni 7 days & a miracle. Söngvarinn í þeirri hljómsveit vann m.a. norska Eurovisjón fyrir nokkrum árum.
FRÍTT INN. Hægt verður að kaupa heitt kakó, vöfflur og skúffuköku á ódýru verði frá 23.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 29.11.2008 kl. 09:55 | Facebook
Um bloggið
Árni Þór Þórðarson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- sigvardur
- zeriaph
- jonvalurjensson
- morgunstjarna
- ruth777
- rosaadalsteinsdottir
- daystar
- sirrycoach
- baldvinj
- vonin
- alit
- olijoe
- icekeiko
- medvirkill
- bryndiseva
- drengur
- aglow
- adalbjornleifsson
- hafsteinnvidar
- arabina
- gattin
- baenamaer
- coke
- doralara
- ghordur
- bassinn
- kiddikef
- krist
- huldumenn
- siggagudna
- snorribetel
- stingi
- hebron
- vert
- thormar
Myndaalbúm
.......................................................................
Spjallgluggi
Hérna getur þú spjallað við mig þegar ég er á netinu
Bækur
sem ég er að lesa
Mattheusarguðspjall
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:00
Muna að biðja fyrir kjálkunum áður en haldið er af stað
Unnur Arna Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 10:36
Sæll og blessaður Árni Kærleikur.
Mikið hefði verið gaman að vera þarna og njóta andlegra veislu með ykkur trúsystkinunum mínum. Verð að vera hér í kulda og trekk. Hér er leiðindaveður. Þurfti að fara inn í Apótek fyrir föður minn. Mikið var ég fegin þegar ég kom heim aftur í ylinn.
Guð veri með ykkur kæru trúsystkini.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2008 kl. 14:31
Ég kemst ekki. Hitin er bara 26 gráður núna svo maður verður að vera í skyrtu. Annars er ég fegin að vera í hita og sól á hverjum degi.
Megi trúbræðurnir Jésú og Búdda blessa ykkur öll og skiliði kveðju til allra sem vilja þekkja mig. Það eru ekki allir :)
Ég panta hér með eina stutta bæn ef þið hafið tíma.
Kær kveðja,
Óskar villimaður..
Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 14:54
Gleymdi einu! Ég fékk þessi skilaboð frá Rósu um þennan fund.
Þakka þér Árni kærleikur..merkilekt hvað þú ert alltaf hógvær. Hlýtur að vera alvöru trúaður...ég er búin að prufa það eins og ég get, enn fer alltaf í sama farið..góður maður þú greinilega..
kær kveðja..
Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 14:59
Hæhæ, snilld, Góða skemmtun og náð fylgi ykkur þessa kvöld stund og alltaf.
bk.
Linda.
Linda, 27.11.2008 kl. 15:29
Já Guð er ekkert nema góður, maður getur bara tárast þegar maður hugsar um það hvað Guð er að gera og hvað við erum óverðug. Ég fór á samkomu á sunnudaginn var, á samkomunni fæ ég stingandi verk í bakið ofarlega við herðablaðið ég vissi strax að undangenginni reynslu að þetta væri þekkingarorð um að Guð ætlaði að lækna einhvern þarna inni á samkomunni en um leið var sá gamli hæruleggur mættur um leið með sína lygi að þetta væri bara verkur út af því að ég væri bara búinn að vinna allt of mikið erfiðisvinnu undanfarið og hvað ef þú gerir þig að fífli þegar þú segir frá þessu og enginn kemur sem er með verk þarna og allt í þessum dúr. Ég steig fram með þekkingar orðið og gamall maður kom fram sem var búinn að vera með þennan verk frá því að hann var unglingur, við erum að tala um kannski alla vegana 40 ár, Jesús snerti hann og hann læknaðist og núna nokkrum dögum síðan er enginn verkur, hann grét er Guð læknaði hann, það er svo mikilvægt í dag að heyra frá Guði og hlýða öðrum til blessunar og hafa anda greiningar hvað er hold, heimur og djöfull eða Guð að tala. Segi frá þessu ykkur til blessunar og uppörvunar að Guð er að starfa núna á máttugan hátt og þetta er rétt að byrja.
Ég fór á samkomu með Jeff á mánudagskvöldið og sjaldan hef ég upplifað annað eins er hann talaði, reyndar söng út spádóm fyrir Ísland, ég bara finn í anda mínum að þetta er rétt að byrja, hvet alla til að koma, hann verður líka á laugardag og síðan sunnudagskvöld í ung.
já Óskar, ég hef gengið í gegnum erfiðleika og fundið mig vanmáttugan í gegnum þá, en á sama tíma valið Jesú Krist og hann hefur gefið mér styrk og kennt mér, þegar kraftur hans opinberast í gegnum mig eða aðra þá veit ég frá hverjum það kemur og allt vegna hans kærleika til okkar í Jesú Kristi ég gef honum einum alla lofgjörð og dýrð.
þakka ykkur öllum innlitið og Guð veri með ykkur.
Árni þór, 27.11.2008 kl. 15:37
Sæll Árni"Kærleikur".
Ég mæti til þín og ykkar.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:12
Gaman að heyra það Þórarinn
Árni þór, 27.11.2008 kl. 21:36
Heyrðu nú Árni! Það ert þú sem komst í heimsókn til mín! með konunni þinni! 'eg þekkti þig ekki á myndinni og vissi ekki einu sinni að þú bloggaðir! Ég fer svolítið hjá mér að muna ekki nöfn allra, enn ég vil nota tækifærið og þakka heimsókninna og ekki biðja mig að muna neitt hvað við töluðum um. Setning úr samtali getur leyst allt minnið úr læðingi hjá mér, þess á milli er allt lokað. Já, ég hef líka lent í persónulegum mótvindi þó mér batni meira og meira enn glóbalt eru miklar breytingar og því fylgja oft hörmungar. Er í Norður Thailandi núna, (alvöru heima :) enn var stoppaður á leiðinni til Bangkok af hermönnum og varð að snúa við. Það er verið að reka forsætisráðherra frá völdum í annað skiptið sem ég er hér. Hér tekur almúgurinn völdin þegar spilling kemst upp og lögreglan er í liði með þeim. Það var þess vegna sem ég talaði um Budda..
Hafði enga hugmynd um að þú værir á blogginu fyrr enn Rósa sagði mér það. Enn ég get ekki komið. Hefði viljað hitta þig og frúnna...
Kær kveðaja og takk fyrir allt.
Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 21:52
jú Óskar það passar ég er maðurinn, þetta er nú frekar léleg mynd af mér og þar að auki með sólgleraugu svo það er ekkert skrítið að þú þekktir mig ekki á blogginu
Já takk sömuleiðis þetta var skemmtileg heimsókn hefði verið gaman að hittast aftur, já ok svo þú ert komin til Thailands, ég bið að heilsa konunni þinni og gangi ykkur vel.
Árni þór, 27.11.2008 kl. 22:33
Ég var að hlusta á þessa stráka spila áðan á Her.Snilldin ein lofgjörðin hjá þeim.Mæli með því að sem flestir fari í kærleikann á föstudagskvöld og á laugardag í Reykjanesbæ.Flugvallarveg 730.Herinn í Reykjanesbæ.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 22:38
Ég misprentaði sagði föstudaginn 29 nóvember á að vera föstudaginn 28 nóvember, en það er líka í dag laugardag kl 13.00 og 20.00 með Jeff Garvin
Árni þór, 29.11.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.